From 1 - 2 / 2
  • Categories  

    Fjarskiptastofa hefur framkvæmt mælingar á fjarskiptasambandi á helstu vegum í vegakerfinu á Íslandi. Mælingar voru gerðar á GSM, UMTS (3G), LTE (4G) og TETRA á vegum Símans, Nova, Vodafone og Neyðarlínunnar. Verkefnið var unnið að ósk Fjarskiptasjóðs og fór þannig fram að starfsmenn Fjarskiptastofu óku eftir þeim vegum sem mældir voru með tilheyrandi mælitæki. Mælingar hafa verið gerðar frá 2012 en flestar mælingarnar voru gerðar frá haustinu 2015 til haustsins 2017 en þar sem hröð uppbygging á fjarskiptakerfinu er sífellt í gangi geta niðurstöður sýnt lakari dreifingu en raun er orðin síðan mælingarnar voru gerðar. Þá er einnig rétt að hafa í huga að loftnet símtækja geta verið mismunandi að gæðum og því ekki alltaf víst að ferðalangar um vegi landsins fái sömu upplifun varðandi styrk merkja og kortin gefa til kynna.

  • Categories  

    Vefsjá Fjarskiptastofu er hugsuð til upplýsinga fyrir alla sem vilja kynna sér stöðu og þróun fjarskiptauppbyggingar á Íslandi hvort sem um er að ræða tengingar heimila og fyrirtækja við ljósleiðara eða uppbyggingu farneta á landsvísu. Meðal þess sem skoða má í vefsjánni er: - Fjarskiptaaðgengi staðfanga (heimila og fyrirtækja) um fastanet þar sem þekja sýnir staðföng landsins í punktaformi. - Fjarskiptaaðgengi um farnet þar sem sjá má þekju sem sýnir gæði farnetssambands á staðföngum landsins. - Útbreiðsla 2G, 3G, 4G og 5G sem sýnir áætlaða útbreiðslu farnetsmerkis allra fyrirtækja. - Samband á stofnvegum þar sem sjá má alla vegakafla þar sem samband næst frá einhverjum markaðsaðila. - Farnetsmælingagögn úr mælingum á 4G. Hægt að skoða alla mælipunkta á kortinu. - Þá eru í fyrsta sinn birtir mælikvarðar sem Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið hefur sett fyrir uppbyggingu ljósleiðara í byggð og uppbygging farneta á stofnvegum landsins. Fjarskiptamælikvarði: Þéttbýlisstaðir og byggðarkjarnar landsins sýndir sem flákar á korti. Þeir sem náð hafa 80% ljósleiðaraútbreiðslu eru litaðir grænir og þeir sem ekki hafa náð því markmiði eru litaðir á litaskala eftir stöðu. Fjarskiptamælikvarði: Sýnir stofnvegi landsins sem línur á korti. Þeir kaflar stofnvega sem ekki eru dekkaðir af 10 Mb/s farneti eru litaðir rauðir. Þeir kaflar sem bæst hafa við vegna samnýtingar eru litaðir í einkennandi lit.