From 1 - 10 / 17
  • Categories  

    Ræktunarsvæði er afmarkað svæði sjávar nægjanlega stórt til að rúma þann ræktunarbúnað sem notaður er á viðkomandi svæði. Yfirleitt er um að ræða línur sem strekktar eru á milli flot bauja eða sérstaka ræktunarfleka með lóðréttar ræktunarlínur fáeina metra niður undir yfirborð sjávar . Svæðið er merkt með löglegum sjómerkjum þannig að sjófarendur eiga að geta varast þau, enda einnig merkt inn sjókort Landhelgisgæslunnar. Einungis er ræktuð Bláskel (Kræklingur).

  • Categories  

    Niðurhalsþjónustur Mast

  • Categories  

    Akkeri og baujur og áætlaðar staðsetningar fyrir búnað í sjókvíaeldi.

  • Categories  

    Gögin upplýsingar um strok og tjón sem hefur átt sér stað sjókvíeldi. Hægt er að sjá hvar strokið átti sér stað, hvenær og hverskonar fiskur strauk. Einnig er hægt að sjá hvort hjón var á búnaði eða gat á kví. Fyrir frekari upplýsingar er bent á að hafa samband við matvælastofnun.

  • Categories  

    Eldissvæði er svæði sem úthlutað er rekstarleyfishafa. Rekstrarleyfishafi hefur þá heimild til að hafa eldisbúnað til að ala fisk innan þess svæðis skv. skilyrðum rekstrarleyfisins.

  • Categories  

    Línurnar sýna friðunarsvæði, þar sem eldi laxfiska (fam. salmonidae) í sjókvíum er óheimilt skv. auglýsingu nr. 460/2004.

  • Categories  

    Upplýsingar um eldissvæði í sjókvíaeldi sem eru í umsóknarferli hjá Matvælastofnun.

  • Categories  

    Yfirlit yfir þau fiskeldissvæði, bæði á sjó og landi, þar sem komið hafa fram sjúkdómar í fiskum. Smitsjúkdómar eru ýmist af völdum baktería, snýkjudýra, sveppa eða veira. Skoða má niðurstöður frá árinu 2020 í Ársskýrsla dýralæknis fisksjúkdóma: http://mast.is/static/files/skyrslur/arsskyrsla-dyralaeknis-fisksjukdoma-2020.pdf Fiskisjúkdómanefnd Fisksjúkdómanefnd starfar samkvæmt 4. gr. laga nr. 60/2006 um varnir gegn fisksjúkdómum, sem er svo hljóðandi: Ráðherra fer með yfirstjórn mála samkvæmt lögum þessum. Framkvæmd stjórnsýslunnar er að öðru leyti í höndum Matvælastofnunar sem hefur eftirlit með því að ákvæðum laganna sé framfylgt. Matvælastofnun til ráðgjafar við framkvæmd laganna er fisksjúkdómanefnd. Ráðherra skipar fimm manna fisksjúkdómanefnd: einn skv. tilnefningu Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum, tvo skv. tilnefningu Hafrannsóknastofnunar og skal annar vera sérfróður um ferskvatnsfiska en hinn um sjávardýr og einn skv. tilnefningu Fiskistofu og yfirdýralækni, sem jafnframt skal vera formaður nefndarinnar. Varamenn skulu skipaðir með sama hætti. Matvælastofnun skal hafa forgöngu um að stundaðar séu fisksjúkdómarannsóknir og gera tillögur til ráðherra um aðferðir til varnar gegn útbreiðslu fisksjúkdóma, sem getur um í lögum þessum, og annað er að fisksjúkdómum lýtur. https://www.mast.is/is/maelabord-fiskeldis/fisksjukdomanefnd Fyrir frekari upplýsingar er hægt að hafa samband við matvælastofnun.

  • Categories  

    Fóðurfyrirtæki er fyrirtæki eða einstaklingur sem starfar við framleiðslu, vinnslu, geymslu, flutning eða dreifingu fóðurs þ.m.t. framleiðsla, vinnsla eða geymsla framleiðanda á slíkum vörum til notkunar á eigin bújörð, hvort sem fyrirtækið er rekið í ágóðaskyni eður ei og hvort sem það er einkarekið eða opinbert fyrirtæki. Fóðurframleiðendur sem framleiða fóður til notkunar á eigin bújörðum eru ekki á þessum lista.

  • Categories  

    Upplýsingar um staði þar sem fram fer búfjárrækt. Gögin skiptast upp eftir því hvaða búfénaður er ræktaður á viðkomandi býli og því er hægt að finna upplýsingar um nautgripabú, sauðfjárbú, geitabú, loðdýrabú, alifuglabú og hrossabú. Fyrir frekari upplýsingar um gagnasettin er hægt að hafa samband við Matvælastofnun