From 1 - 10 / 26
  • Categories  

    Yfirlit yfir stöðu aðalskipulags í öllum sveitarfélögum landsins.

  • Categories  

    Um er að ræða flákagögn sem sýna svæði þar sem skráning húsa og mannvirkja hefur farið fram en slík skráning skal m.a. fara fram áður en gengið er frá aðal- eða deiliskipulagi. Húsakönnun getur einnig farið fram í rannsóknarskyni. Í gögnunum koma fram upplýsingar um skrásetjara, titil skýrslu, tilgang skráningar og stofnun eða fyrirtæki sem framkvæmir skráninguna. Hver húsaskráning fær hlaupandi númer í gagnagrunni Minjastofnunar en einnig er hægt að finna í gögnunum upprunalegt skýrslunúmer viðkomandi stofnunar.

  • Categories  

    Um er að ræða flákagögn sem sýna svæði sem tekin hafa verið út vegna lögbundinnar fornleifaskráningar, en lögbundin fornleifaskráning fer fram vegna aðal- og deiliskipulags, umhverfismats, eða vegna framkvæmda. Koma fram upplýsingar um skrásetjara, titil skýrslu, tilgang skráningar, aðferðir, og nákvæmni landupplýsinganna. Hvert verkefni sem stofnað er fær hlaupandi númer í gagnagrunni Minjastofnunar. Það númer kemur einnig fram í gagnatöflum fyrir fornleifar auk þess sem fornleifum er gefið hlaupandi númer "minj_id" sem hefur verkefnanúmerið sem forskeyti.

  • Categories  

    Stefna um skipulag haf- og strandsvæða er sett fram í landsskipulagsstefnu og nær til haf- og strandsvæða út að ytri mörkum efnahagslögsögunnar. Landsskipulagsstefna felur í sér stefnu ríkisins um skipulagsmál á haf- og strandsvæðum en þar er jafnframt tekin ákvörðun um á hvaða svæðum skuli vinna strandsvæðisskipulag og hafa forgang þau strandsvæði þar sem brýnt þykir að samþætta ólíka nýtingu og verndarsjónarmið. Viðfangsefni strandsvæðisskipulags geta varðað starfsemi á haf- og strandsvæðum, svo sem orkuvinnslu, eldi og ræktun nytjastofna, efnistöku, umferð og ferðaþjónustu. Hún fjallar einnig um vernd haf- og strandsvæða sem og náttúruvá og útivist. Strandsvæðisskipulag samanstendur af greinargerð og skipulagsuppdrætti. Í greinargerð eru sett fram stefna og skipulagsákvæði reita, annarsvegar eru sett fram almenn skipulagsákvæði sem gilda um alla reiti í viðkomandi nýtingarflokki og hins vegar sértæk skipulagsákvæði sem eru sett fram á einstökum reitum þar sem aðstæðum háttar þannig til. Í stafrænum skipulagsgögnum fyrir strandsvæðisskipulag er sett fram lýsing á reitnum, almenn ákvæði sem gilda um reitinn ásamt sértækum ákvæðum. Mælt er fyrir um gerð stefnu um skipulag haf- og strandsvæða í 7. og 9. grein laga um skipulag haf- og strandsvæða.

  • Categories  

    Ræktunarsvæði er afmarkað svæði sjávar nægjanlega stórt til að rúma þann ræktunarbúnað sem notaður er á viðkomandi svæði. Yfirleitt er um að ræða línur sem strekktar eru á milli flot bauja eða sérstaka ræktunarfleka með lóðréttar ræktunarlínur fáeina metra niður undir yfirborð sjávar . Svæðið er merkt með löglegum sjómerkjum þannig að sjófarendur eiga að geta varast þau, enda einnig merkt inn sjókort Landhelgisgæslunnar. Einungis er ræktuð Bláskel (Kræklingur).

  • Categories  

    Í gögnunum er að finna upplýsingar um staðsetningu og umfang verndarsvæða í byggð sem ráðherra hefur staðfest í samræmi við lög nr. 87/2015 um verndarsvæði í byggð. Markmið laganna er að stuðla að varpveislu og vernd byggðar sem hefur sögulegt gildi.

  • Categories  

    Vatnajökull National Park was founded on June 7th 2008, although the act on Vatnajökull National Park was entered into force on May 1st 2007. It is the largest national park in Iceland by far, 14,967 km2. Vatnajökull National Park was inscribed as a UNESCO World Heritage Site on July 5th 2019. The boundary of Vatnajökull National Park, after its latest expansion on September 22nd 2021. The boundary is drawn in accordance to regulation on Vatnajökull National Park, No 300/2020, with later amendments. Disclaimer: If there is a difference between the data and the regulation text, then the regulation text applies. The data also includes all previous boundaries of the national park as well as current boundaries of operating areas.

  • Categories  

    Væðafæri eru t.d. dragnót, handfæri, lína, net, humarvarpa, rækjuvarpa og botnvarpa. Vinsamlega hafið samband við Hafrannsóknastofnun vegna nánanri upplýsinga.

  • Categories  

    Þetta gagnasett inniheldur upplýsingar um friðhelgi uppmældra fornleifa sem skilað hefur verið inn til Minjastofnunar Íslands. Gagnasettið sýnir jöðrun í kringum staðsetningar fornleifa sem er áætluð friðhelgi þeirra, 15 metrar fyrir friðaðar fornleifar og 100 metrar fyrir friðlýstar fornleifar. Þar sem friðhelgin er aðeins áætlað uppfyllir hún ekki skilyrði til skipulagsgerðar eða í tengslum við framkvæmdir heldur eingöngu til viðmiðunar. Athugið að gagnasettið er ekki tæmandi yfirlit um fornleifar, hús og mannvirki á Íslandi, sem njóta verndar samkvæmt lögum um menningarminjar nr. 80/2012.

  • Categories  

    Hér er um að ræða punktaskrá sem sýnir staðsetningu á leyfisskyldum fornleifarannsóknum sem hafa farið fram á Íslandi. Fram koma ýmsar upplýsingar um rannsóknina, svo sem nafn leyfishafa, leyfisnúmer, ár rannsóknar og tegund rannsóknar.