Vektor gögn LMÍ
Type of resources
Available actions
Topics
Keywords
Contact for the resource
Provided by
Years
Formats
Representation types
Update frequencies
Scale
-
Lagið Örnefni án nafna úr mannvirkjalaginu, samanstendur af nýjustu útgáfu af IS 50V örnefnum (flákum, línum og punktum). Búið er að setja ákveðið útlit á örnefnin og þau raðast í mismundi yfirflokka eftir nafnberum. Flokkarnir eru: þéttbýli, sveit, landörnefni, haförnefni, vatnaörnefni og jökla- og snævarörnefni. Þessir flokkar skiptast svo frekar í þrjá stærðarflokka: stór örnefni, mið örnefni og lítil örnefni. Eftir því sem er meira þysjað inn birtast fleiri örnefni. Mælikvarðarnir eru átta: 1:2.000.000, 1:1.000.000, 1:500.000, 1:250.000, 1:100.000, 1:50.000, 1:25.000, 1:10.000. Uppfærð örnefni birtast vikulega í vefsjám LMÍ.
-
Landmælingar Íslands varðveita mikið af heimildum um legu marka sveitarfélaga á Íslandi. Á vefsíðunni um heimildir sveitarfélagamarka, https://atlas.lmi.is/mork_heimildir, er hægt að nálgast heimildirnar á núverandi IS 50V mörkum sveitarfélaga sem og á eldri sveitarfélagamörkum á einfaldan hátt. Ef smellt er á línu þá birtist dálkur og ef er smellt á dálkinn heimild þá birtist tengill annað hvort á pdf eða jpg formati. Heimildirnar birtast nákvæmlega eins og þau líta út í skjalasafni Landmælinga Íslands. Skjölin geta verið hæstaréttardómar, samkomulag á milli sveitarfélaga, handskrifuð skjöl (t.d. gömul landamerkjaskjöl), teikningar sem hafa verið teiknað á kort Landmælinga Íslands svo eitthvað sé nefnt. Á nokkrum stöðum (aðallega á jöklum) eru engar heimildir.
-
Landmælingar Íslands varðveita mikið af heimildum um legu marka sveitarfélaga á Íslandi. Mörkin hafa talsvert breyst á undanförnum áratugum, aðallega vegna sameiningar sveitarfélaga. Í þessu gagnasetti er búið að setja breytingar á mörkum sveitarfélaga saman í tímalínu frá árinu 1904 til dagsins í dag. Árið 1904 voru sveitarfélögin 192. Fyrri hluta aldarinnar var algengt að sveitarfélögum væri skipt niður og mynduð tvö eða þrjú sveitarfélög úr einu. Sveitarfélögunum fjölgaði smám saman, þar til fjöldi þeirra náði hámarki árið 1948 og voru þau þá orðin 229. Árið 1964 sameinuðust fyrstu sveitarfélögin og hefur þeim farið stöðugt fækkandi eftir það. Árið 1994 var fjöldi sveitarfélaga 173 og árið 2024 voru þau komin í 63. LMÍ heldur utan um landupplýsingagögn um sveitarfélög en nánari upplýsingar um sveitarfélög er að finna hjá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu og Sambandi íslenskra sveitarfélaga
-
Þetta lag sýnir gömlu sýslurnar og er unnið úr IS 50V gögnum. Er byggt á korti frá LMÍ sem kom út árið 1990 (heitir: Hreppa- og sýsluskipting).
-
Gagnasettið heldur utan um fastmerki sem tilheyra grunnstöðvanetinu, ISNET2004. Ýmist er um að ræða bolta (þríhyrningur), stöpla (ferhyrningur) eða jarðstöðvar (stjarna). Þegar ISN93 viðmiðunin leysti af hólmi Hjörsey55 viðmiðunina var stigið mikið framfaraskref í landmælingum á Íslandi. Grundvöllur fyrir að vinna í einu og sama hnitakerfinu hafði skapast fyrir alla sem vinna með hnitsettar upplýsingar. Hins vegar skapar lega Íslands á Norður- Atlantshafshryggnum ákveðin vandamál. Landið er stöðugt að reka í sundur og þar með er grunnstöðvanetið sem viðmiðunin ISN93 byggir á stöðugt að afmyndast. Auk þess hafa staðbundnari atburðir eins og eldgos og jarðskjálftar valdið staðbundnum afmyndunum á netinu. Þetta hefur skapað ýmis vandamál þegar kemur að landmælingum á svæðum sem eru nálægt flekaskilum eða á öðrum jarðfræðilega virkum svæðum. Til þess að taka á þessu vandamáli verður að endurmæla grunnstöðvanetið reglulega. Nákvæmni er 1cm í legu og 2cm í hæð.
-
Lagið Örnefni samanstendur af nýjustu útgáfu af IS 50V örnefnum (flákum, línum og punktum) og IS 50V mannvirkjapunktum. Búið er að setja ákveðið útlit á örnefnin og þau raðast í mismundi yfirflokka eftir nafnberum. Flokkarnir eru: þéttbýli, sveit, landörnefni, haförnefni, vatnaörnefni og jökla- og snævarörnefni. Þessir flokkar skiptast svo frekar í þrjá stærðarflokka: stór örnefni, mið örnefni og lítil örnefni. Eftir því sem er meira þysjað inn birtast fleiri örnefni. Mælikvarðarnir eru átta: 1:2.000.000, 1:1.000.000, 1:500.000, 1:250.000, 1:100.000, 1:50.000, 1:25.000, 1:10.000. Nöfnin í mannvirkjalaginu fara ekki að birtast fyrr en í mælikvarðanum 1:50.000 en það eru sérbýlishús. Restin af nöfnunum í mannvirkjalaginu birtast svo í mælikvarðanum 1:10.000. Uppfærð örnefni birtast vikulega í vefsjám LMÍ.
-
Abstract is not available in english
-
Mannvirki utan þéttbýlis og útlínur þéttbýlisstaða. Mannvirki skiptast í 2 lög, punktalag og flákalag. Punktalagði sýnir mannvirki utan þéttbýlis. Í laginu eru íbúðarhús, sumarhús, skálar, skólar, kirkjur, vitar og veitumannvirki svo eitthvað sé nefnt. Í dálkinum virkni er hægt að sjá hvort það sé búseta eða ekki. Flákalagið sýnir útlínur þéttbýlisstaða og einnig eru íbúatölur sem koma frá Hagstofunni.
-
Yfirborðið er einfaldað flákalag úr CORINE-verkefninu sem sýnir gróin og ógróin svæði, skipulögð svæði og vatnafar (stærstu svæðin sem lenda undir vatni).
-
Grunnstöðvanet með 119 mælistöðvum var mælt með GPS-mælingum 3ja til 13. ágúst 1993. Netið og sú viðmiðun (ISN93), sem með því fékkst, er grundvöllur annarra landmælinga hér á landi og þar með undirstaða stafrænnar kortagerðar, landfræðilegra upplýsingakerfa og verklegra framkvæmda. Grunnstöðvanetið kemur í stað þríhyrninganets, sem mælt var 1955 og 1956. Þríhyrninganetið fullnægði ekki lengur kröfum um nákvæmni, mælistöðvar eru ekki nægilega aðgengilegar og sumar eru glataðar. Landið er stöðugt að reka í sundur og þar með er grunnstöðvanetið sem viðmiðunin ISN93 byggir á stöðugt að afmyndast. Auk þess hafa staðbundnari atburðir eins og eldgos og jarðskjálftar valdið staðbundnum afmyndunum á netinu. Þetta hefur skapað ýmis vandamál þegar kemur að landmælingum á svæðum sem eru nálægt flekaskilum eða á öðrum jarðfræðilega virkum svæðum. Til þess að taka á þessu vandamáli grunnstöðvanetið verið endurmælt í tvígang. Árið 2004 og 2016. Í framhaldinu voru gefnar út nýjar viðmiðannir ISN2004 og ISN2016. Landmælingar Íslands mæla ekki með að nákvæmar landmælingar á jarðfræðilega virkum svæðum séu gerðar í ISN93. Niðurstöður slíkra verða ávallt háðar þeim viðmiðunarpunkti sem notaður er og geta því leitt til misræmis og í raun myndað mörg staðbundin kerfi. Heppilegar er að nota viðmiðun ISN2016 þar sem möguleiki er á að gera leiðréttingar vegna jarðskorpuhreyfina þar sem mestu nákvæmni er krafist eða framkvæma mælingar beint í ITRF viðmiðunarrammanum.