From 1 - 10 / 10
  • Categories  

    Áætluð lega kvikugangs sem myndaðist í stóru gagnainnskoti samfara mikilli jarðskjálftavirkni 10-11. nóvember 2023. Um er að ræða grófa staðsetningu gangsins neðanjarðar, skekkjur í láréttu plani geta verið nokkur hundruð metrar.

  • Categories  

    Gróf mörk sigdals sem myndaðist þegar mikið magn kviku myndaði innskot þann 10-11 nóvember 2023 samfara mikilli jarðskjálftavirkni. Sigdalurinn afmarkar sprungusvæði á yfirborði sem m.a. olli tjóni á byggingum og öðrum innviðum í Grindavík. Nýr sigdalur myndaðist 14. janúar austan við sigdalinn sem myndaðist þann 10. nóvember 2023.

  • Categories  

    Afmörkun hættusvæða vegna eldsumbrota við Svartsengi og Grindavík sem hófust í nóvember 2023. Innan hvers svæðis er framkvæmt hættumat sem byggir á mati sérfræðinga Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands. Matið er er uppfært eins oft og þurfa þykir og tekur mið að virkni jarðhræringa hverju sinni. Einnig er bætt við svæðum ef bein áhrif eldsumbrota þykja líkleg til að ná út fyrir skilgreind svæði. Svokallað hættumatskort er gefið út af Veðurstofu Íslands í hvert skiptir sem hætta er endurmetin.

  • Categories  

    Áætlað og gróft umfang kvikuinnskots undir Svartsengi byggt á líkanreikningum, en líkanið byggir á InSAR greiningum úr gervitunglamyndum og GNSS mælingum á yfirborði. Afmörkunin miðast við 6. nóvember 2023.

  • Categories  

    See english text below. Gögnin sýna gossprungur og gosop sem myndast við jarðhræringar við Fagradalsfjall á Reykjanesi. Staðsetningar eru fengnar með loftmyndatöku á vegum Náttúrufræðistofnunar Íslands og Landmælinga Íslands, en slíkar myndir voru teknar reglulega á meðan gosinu stóð árið 2021. Gos hófst að nýju þann 3. ágúst 2022 og verður verkefninu því haldið áfram. Reglulega myndast ný gosop á meðan önnur lokast. Í sumum tilfellum byrjar að gjósa á lítilli sprungu sem umbreytist í gosop eftir því sem storkandi kvika hleðst upp. Gögnin eru uppfærð jafnt og þétt þegar nýjar upplýsingar berast og á meðan á gosinu stendur. - - - - The data shows volcanic fissures and craters formed during earth movements at Fagradalsfjall on Reykjanes peninsula. Locations are obtained through aerial photography in cooperation between the Icelandic Institute of Natural Sciences and National Land Survey of Iceland. The photos were taken regularly during the eruption in 2021. An eruption started again on August 3, 2022 and the project will therefore continue. The data is updated constantly, or when new information is received during the eruption.

  • Categories  

    See english text below. Gos hófst við Fagradalsfjall 19. mars 2021 og stóð í um hálft ár. Myndkort Reykjanesgossins var upphaflega búið til í samstarfi Náttúrfræðistofnunar Íslands, Landmælinga Íslands, Jarðvísindastofnunar og Almannavarna, sem hluti af viðbragðsáætlun gossins við Fagradalsfjall árið 2021. Aftur hófst gos 3. ágúst 2022 og var formlega lokið í desember sama ár. Árið 2023, 10. júlí, hófst gos á ný á Reykjanesskaga og voru upptökin við Litla-Hrút. Frá 5. ágúst sama ár var engin virkni í gígnum. Öflug jarðskjálftahrina hófst síðan skammt norðan við Grindavík þann 25. október 2023. Í kjölfarið fylgdi mikil virkni á svæðinu, gögn benda til kvikuinnskota og skýr merki eru um landris. Öflun gagna fyrir myndkort var haldið áfram og nýjar myndir gerðar aðgengilegar og birtar í Umbrotasjá. Myndirnar voru teknar með Phase One myndavél um borð í flugvél og unnar með Agisoft ljósmælingahugbúnaðinum til að búa til hæðarlíkan (Digital Elevation Models, DEM) og myndkort. Myndkortin eru aðgengileg í gegnum WMS þjónustur og á vef Umbrotasjár (https://kortasja.lmi.is/mapview/?application=umbrotasja) innan við sólarhring eftir gögnunum hefur verið aflað. Gögnin eru uppfærð jafnt og þétt þegar nýjar upplýsingar berast og á meðan á gosinu stendur. - - - - An eruption began at Fagradalsfjall on March 19, 2021 and lasted for about six months. The orthomosaic of the Reykjanes eruption has been created in a collaborative effort between the Natural History Institute of Iceland, National Land Survey of Iceland, the Institute of Earth Sciences and Almannavarnir, as part of the response plan of the Fagradalsfjall eruption of 2021. Eruption began again on August 3, 2022 and was officially over in December of the same year. In 2023, on July 10, an eruption started again on the Reykjaness Peninsula, and the source was at Litli-Hrútur. From August 5 of the same year there was no activity in the crater. A powerful series of earthquakes then began just north of Grindavík on October 25, 2023. This was followed by intense activity in the area, data indicates magmatic intrusions and there are clear signs of landrising. The acquisition of data for image maps continued and new images were made available and published in Umbrotasjá: https://kortasja.lmi.is/mapview/?application=umbrotasja. The images were taken with a Phase One camera on board an aircraft and processed with Agisoft photometry software to create Digital Elevation Models (DEM) and image maps. The image maps are available through WMS services and on Umbrotasjár's website (https://kortasja.lmi.is/mapview/?application=umbrotasja) within 24 hours after the data has been acquired. The data is updated constantly, or when new information is received during the eruption. The data collected and processed by the National Land Survey of Iceland, the Icelandic Institute of Natural History and the Institute of Earth Sciences. Based on the work of Pedersen et al., 2022. Reference: Pedersen, G. B. M., Belart, J. M. C., Óskarsson, B. V., Gudmundsson, M. T., Gies, N., Högnadóttir, T., et al. (2022). Volume, effusion rate, and lava transport during the 2021 Fagradalsfjall eruption: Results from near real-time photogrammetric monitoring. Geophysical Research Letters, 49, e2021GL097125. https://doi.org/10.1029/2021GL097125

  • Categories  

    Radargögn úr Sentinel-1 gervitunglum hafa meðal annars verið nýtt við að meta aflögun yfirborðs jarðar í tengslum við jarðhræringar, m.a. í tengslum við eldgosið við Fagradalsfjall árið 2021. Sentinel gervitunglin eru hluti af Copernicus áætluninni og eru rekin af Evrópsku Geimvísindastofnunni (ESA), en Ísland á aðild að áætluninni. Með því að raða saman mörgum myndum af sama svæði teknum á ólíkum tíma má gera svokallaðar bylgjuvíxlgreiningar. Með þeim má greina jarðskorpuhreyfingar á því tímabili sem gögnin ná yfir og bera saman við aðrar óháðar mælingar, svo sem GPS mælingar. Myndin sýnir breytingar frá 09.03 til 15.03.2021 Upplýsingarnar eru fengnar úr umfjöllun um eldgosið við Fagradalsfjall á heimasíðu Veðurstofu Íslands: https://www.vedur.is/um-vi/frettir/skjalfti-m57-a-reykjanesi

  • Categories  

    Mörk jarðvangsins eru þau sömu og mörk sveitarfélaganna fjögurra á Reykjanesi þ.e. Suðurnesjabær, Reykjanesbær, Vogar og Grindavík. Að auki er Eldey einnig hluti af Reykjanes Geopark.

  • Categories  

    IS: Myndkort af atburðum sem hafa átt sér stað á Reykjanesi frá árinu 2021 hafa orðið til í samstarfi Náttúrfræðistofnunar Íslands, Landmælinga Íslands, Veðurstofu Íslands, Jarðvísindastofnunar og Almannavarnir, sem hluti af viðbragðsáætlunum, hættumati og rannsóknum. Í öllum atburðum voru teknar loftmyndir og hæðarlíkön útbúin ásamt myndkortum. Myndkortin eru aðgengileg í gegnum WMS þjónustu og á Umbrotasjá (https://kortasja.lmi.is/mapview/?application=umbrotasja). Gögnin eru uppfærð jafnt og þétt, eða þegar nýjar upplýsingar berast á meðan á gosinu stendur. Athugið að vísa í öll gögn sem eru notuð; „i“ táknið við hlið hvers gagnasafns í kortasjánni vísar í rétta tilvitnun fyrir hvert gagnasett. Um er að ræða nokkur gagnasett og því þarf að hafa í huga að vísa í öll gagnasett. EN: Orthomosaics of the events occurring on the Reykjanes peninsula, SW Iceland, beginning in 2021 have been created in a collaborative effort between the National Land Survey of Iceland (Landmælingar Íslands), the Icelandic Institute of Natural History (Náttúrufræðistofnun Íslands), the University of Iceland (Háskóli Íslands), and the Icelandic Meterological Office (Veðurstofa Íslands) as part of the response plans, hazard assessments and research. Upon each event, aerial photographs were collected and Digital Elevation Models (DEMs) and orthomosaics were produced of these events. The orthomosaics are available via WMS and in the Volcano Viewer webpage (https://kortasja.lmi.is/mapview/?application=umbrotasja). The data was created and distributed typically less than one day after data collection. The data is updated on weekly to monthly basis, or when new information is received during the eruption. All data used in publications should be cited correctly; the “i” symbol next to each dataset in the data viewer links to the correct citation for each dataset. Because this is an ongoing collaboration with multiple publications, be aware that the citation is different between datasets.

  • Categories  

    IS: Umbrotasjá sýnir landupplýsingar sem tengjast jarðhræringum t.d. á Reykjanesskaga. Myndirnar og gögnin sem er að finna í Umbrotasjá voru útbúin af hópi sérfræðinga frá Landmælingum Íslands, Náttúrufræðistofnun Íslands, Háskóla Íslands og Veðurstofu Íslands. Myndirnar voru unnar á hraða samkvæmt neyðarástandi og gerðar aðgengilegar á Umbrotasjá fyrir vísindasamfélagið og ákvörðunaraðila aðeins nokkrum klukkustundum eftir að mælingum lauk. Niðurstöður þessarar vinnu hjálpa til við að útbúa hættumat vegna eldgossins og stjórnun aðgengis að svæðinu. EN: The Volcano Viewer (Icelandic: Umbrotasjá) shows geographical data in connection with the current volcanic unrest on Reykjanes peninsula, SW Iceland. The images and data in Volcano Viewer were created by a group of specialists at the National Land Survey of Iceland (Landmælingar Íslands), the Icelandic Institute of Natural History (Náttúrufræðistofnun Íslands), the University of Iceland (Háskóli Íslands), and the Icelandic Meterological Office (Veðurstofa Íslands). The images were created in near real-time in rapid emergency mode as the events unfold and made available to the scientific community and decision-makers just hours after the data are acquired. The results of this project aid in the creation of volcanic hazard maps and control access to the area.