From 1 - 10 / 50
  • Categories  

    Gögnin innhalda staðsetningu veðurstöðva sem eru í eigu Vegagerðarinnar og staðsettar eru við þjóðvegi en einnig veðurstöðvar í eigu Veðurstofunnar og annarra.

  • Categories  

    Útlínur dregnar eftir Landsat 1 gervihnattamyndum frá 1973 og tiltækum uppréttum loftmyndum úr safni Landmælinga Íslands frá áttunda áratug 20. aldar. Útlínur nokkurra jökla voru dregnar eftir Hexagon KH9 gervihnattamyndum.

  • Categories  

    Staðsetning á mælipunktum sem nýttir eru til að fylgjast með breytingum á jökulsporðum. Mælt af sjálfboðaliðum og/eða félögum JÖRFÍ

  • Categories  

    Útlínur dregnar á grundvelli háupplausnarlandlíkana sem mæld voru með leysimælitækum úr flugvél á árunum 2007 til 2013.

  • Categories  

    Í gögnunum er að finna upplýsingar um staðsetningu og umfang friðlýstra minjasvæða á Íslandi sem Minjastofnun Íslands hefur friðlýst í samræmi við lög nr. 80/2012 um menningarminjar.

  • Categories  

    Íslenska: Vetrarfuglatalningar eru ein lengsta samfellda vöktun sem stunduð hefur verið hér á landi og sú sem tekur til flestra fuglategunda. Frá upphafi hafa áhugamenn unnið þetta verk í sjálfboðavinnu og á annað hundrað manns taka þátt. Talningar fara fram á föstum dögum í kringum áramót. Markmið vetrarfuglatalninga er að safna upplýsingum um fjölda og dreifingu fugla að vetrarlagi. Talningar eru staðlaðar og nýtast til vöktunar einstakra stofna. Sjá niðurstöður vetrarfuglatalninga: https://www.natt.is/is/vetrarfuglatalningar-nidurstodur English: Winter bird counts are one of the longest-running continuous monitoring efforts in Iceland and the one that covers the greatest number of bird species. From the beginning, this work has been carried out by volunteers, with around a hundred people participating. The counts take place on fixed dates around the New Year. The aim of the winter bird counts is to collect information on the number and distribution of birds during the winter. The counts are standardized and are used to monitor individual populations. See the results of the winter bird counts: https://www.natt.is/is/vetrarfuglatalningar-nidurstodur

  • Categories  

    Íslenska: Vetrarfuglatalningar eru ein lengsta samfellda vöktun sem stunduð hefur verið hér á landi og sú sem tekur til flestra fuglategunda. Frá upphafi hafa áhugamenn unnið þetta verk í sjálfboðavinnu og á annað hundrað manns taka þátt. Talningar fara fram á föstum dögum í kringum áramót. Markmið vetrarfuglatalninga er að safna upplýsingum um fjölda og dreifingu fugla að vetrarlagi. Talningar eru staðlaðar og nýtast til vöktunar einstakra stofna. Gögnin sýna þau svæði á Íslandi þar sem fuglar eru taldir á veturna og númersvæðanna sem eru talin. Sjá niðurstöður vetrarfuglatalninga: https://www.natt.is/is/vetrarfuglatalningar-nidurstodur English: Winter bird counts are one of the longest-running continuous monitoring efforts in Iceland and the one that covers the greatest number of bird species. From the beginning, this work has been carried out by volunteers, with around a hundred people participating. The counts take place on fixed dates around the New Year. The aim of the winter bird counts is to collect information on the number and distribution of birds during the winter. The counts are standardized and are used to monitor individual populations. The data show the areas in Iceland where birds are counted during the winter, as well as the numbered survey areas included in the counts.

  • Categories  

    Í desember 2011 var ný geóíða reiknuð fyrir Ísland í samstarfi við DTU Space í Danmörku. Megin tilgangur þessara útreikninga var að reikna nýja og nákvæmari geóíðu af Íslandi og tengja hana við Landshæðarkerfi Íslands ISH2004. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu Landmælinga Íslands, nánar tiltekið hér: https://www.lmi.is/is/maelingar/grunnkerfi/geoida

  • Categories  

    Þjónustan sýnir rýmingarreiti á þéttbýlisstöðum landsins þar sem talin er snjóflóðahætta. Reitaskiptinguna hefur Veðurstofan gert í samráði við heimamenn, og birt á sérstökum kortum og byggja rýmingaráætlanir staðanna á þessari reitaskiptingu. Samkvæmt lögum um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum (49/1997) ber Veðurstofu Íslands að gefa út viðvaranir um staðbundna snjóflóðahættu. Skal þá rýma húsnæði á reitum sem tilgreindir eru í viðvörun Veðurstofunnar.

  • Categories  

    Vefþjónustan inniheldur upplýsingar um hættusvæði, jafnáhættulínur og mörk hættumetins svæðis fyrir nokkra þéttbýliskjarna. Nánari upplýsingar fást á vef VÍ (https://www.vedur.is/ofanflod/haettumat). Útgefið hættumatskort gildir ef misræmi er á milli þess og vefþjónustunnar.