From 1 - 10 / 39
  • Categories  

    Lagið Örnefni án nafna úr mannvirkjalaginu, samanstendur af nýjustu útgáfu af IS 50V örnefnum (flákum, línum og punktum). Búið er að setja ákveðið útlit á örnefnin og þau raðast í mismundi yfirflokka eftir nafnberum. Flokkarnir eru: þéttbýli, sveit, landörnefni, haförnefni, vatnaörnefni og jökla- og snævarörnefni. Þessir flokkar skiptast svo frekar í þrjá stærðarflokka: stór örnefni, mið örnefni og lítil örnefni. Eftir því sem er meira þysjað inn birtast fleiri örnefni. Mælikvarðarnir eru átta: 1:2.000.000, 1:1.000.000, 1:500.000, 1:250.000, 1:100.000, 1:50.000, 1:25.000, 1:10.000. Uppfærð örnefni birtast vikulega í vefsjám LMÍ.

  • Categories  

    AMS kortin voru gerð af bandarísku herkortastofnuninni (Army Map Service) á árunum 1948 – 1951 eftir loftmyndum sem teknar voru á árunum 1945 og 1946 en til hliðsjónar voru eldri kort af Íslandi, aðallega Atlaskort. Kortin voru svo skönnuð og rétt upp og þeim skeytt saman í þeim tilgangi að nota sem bakrunnskort í vefsjá. Hægt er að skoða stök AMS kort í kortasafni Landmælinga Íslands sem er aðgengilegt á heimasíðu stofnunarinnar. Slóðin á kortasafnið kemur fram í lýsigögnunum. Einnig er hægt að ná í kortin á niðurhalssíðu Landmælinga Íslands. Slóðin á niðurhalssíðuna kemur einnig fram í lýsigögnunum.

  • Categories  

    Landmælingar Íslands varðveita mikið af heimildum um legu marka sveitarfélaga á Íslandi. Á vefsíðunni um heimildir sveitarfélagamarka, https://atlas.lmi.is/mork_heimildir, er hægt að nálgast heimildirnar á núverandi IS 50V mörkum sveitarfélaga sem og á eldri sveitarfélagamörkum á einfaldan hátt. Ef smellt er á línu þá birtist dálkur og ef er smellt á dálkinn heimild þá birtist tengill annað hvort á pdf eða jpg formati. Heimildirnar birtast nákvæmlega eins og þau líta út í skjalasafni Landmælinga Íslands. Skjölin geta verið hæstaréttardómar, samkomulag á milli sveitarfélaga, handskrifuð skjöl (t.d. gömul landamerkjaskjöl), teikningar sem hafa verið teiknað á kort Landmælinga Íslands svo eitthvað sé nefnt. Á nokkrum stöðum (aðallega á jöklum) eru engar heimildir.

  • Categories  

    Einfalt bakgrunnskort fyrir Landupplýsingagátt. Um er að ræða strandlínu og helstu jökla. Hægt er að ná í gögnin í Geoserver Landmælinga Íslands.

  • Categories  

    Nú hafa Landmælingar Íslands útbúið vefkort með því að staðsetja og klippa saman hin svokölluðu Herforingjaráðskort. Eftirfarandi lýsing á Herforingjaráðskortum er tekin af vef Landsbókasafns: Á síðasta áratug 19. aldar varð dönskum yfirvöldum ljóst að þau kort sem til voru af Íslandi stæðust ekki þær kröfur sem gera þyrfti í samfélagi þess tíma. Bestu kort af Íslandi sem buðust voru í stórum dráttum byggð á strandmælingum danska sjóhersins sem fram fóru á árunum 1801-1818 annars vegar og hins vegar á kortum Björns Gunnlaugssonar sem byggð voru á fyrrnefndum strandmælingum og eigin mælingum Björns á árunum 1831-1843. Á fjárlögum 1899 voru veittar 5000 krónur og skyldi hefja nýjar þríhyrninga- og strandmælingar á Reykjanesi. Árið 1900 var gefin út í Danmörku tilskipun um að sendur skyldi leiðangur til Íslands til að mæla hér grunnlínu og hnattstöðu. Síðan var ætlunin að mæla þríhyrninganet út frá nýju grunnlínunni. Hingað voru sendir danskir liðsforingjar og sumarið 1900 var unnin ýmis undirbúningsvinna. Árið 1902 höfðu fjárveitingar verið auknar svo að rétt þótti að hefjast handa. Byrjað var á Hornafirði og mælt vestur ströndina og um lágsveitir Suðurlands en uppsveitum og hálendi frestað. Verkinu var svo haldið áfram tvö næstu árin en féll niður 1905 vegna fjárskorts og annarra anna hjá Landmælingadeild danska herforingjaráðsins (Generalstabens topografiske Afdeling) er tókst verkið á hendur. Eftir eins árs bið var þráðurinn tekinn upp að nýju enda bættist nú við fjárstyrkur úr ríkissjóði Dana. Á árunum 1906-1914 var unnið öll sumur, nema 1909, þegar ekkert var aðhafst. Var þá lokið byggðamælingum sunnanlands og mælt um Vesturland, norður og austur um Húnaflóa. Árangurinn var 117 kortblöð af þriðjungi landsins, suður- og vesturhluta, í mælikvarða 1:50.000 (auk nokkurra sérkorta af afmörkuðum svæðum). Þau eru gjarnan nefnd herforingjaráðskortin í höfuðið á þeim sem stóðu fyrir gerð þeirra.

  • Categories  

    Í desember 2011 var ný geóíða reiknuð fyrir Ísland í samstarfi við DTU Space í Danmörku. Megin tilgangur þessara útreikninga var að reikna nýja og nákvæmari geóíðu af Íslandi og tengja hana við Landshæðarkerfi Íslands ISH2004. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu Landmælinga Íslands, nánar tiltekið hér: https://www.lmi.is/is/maelingar/grunnkerfi/geoida

  • Categories  

    Landmælingar Íslands varðveita mikið af heimildum um legu marka sveitarfélaga á Íslandi. Mörkin hafa talsvert breyst á undanförnum áratugum, aðallega vegna sameiningar sveitarfélaga. Í þessu gagnasetti er búið að setja breytingar á mörkum sveitarfélaga saman í tímalínu frá árinu 1904 til dagsins í dag. Árið 1904 voru sveitarfélögin 192. Fyrri hluta aldarinnar var algengt að sveitarfélögum væri skipt niður og mynduð tvö eða þrjú sveitarfélög úr einu. Sveitarfélögunum fjölgaði smám saman, þar til fjöldi þeirra náði hámarki árið 1948 og voru þau þá orðin 229. Árið 1964 sameinuðust fyrstu sveitarfélögin og hefur þeim farið stöðugt fækkandi eftir það. Árið 1994 var fjöldi sveitarfélaga 173 og árið 2024 voru þau komin í 63. LMÍ heldur utan um landupplýsingagögn um sveitarfélög en nánari upplýsingar um sveitarfélög er að finna hjá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu og Sambandi íslenskra sveitarfélaga

  • Categories  

    Í loftmyndasafni Landmælinga Íslands eru um 140000 loftmyndir frá árinu 1937 til ársins 2000. Til eru myndir af öllu landinu teknar á mismunandi tímum og hafa þær ómetanlegt samanburðar- og heimildagildi. Myndirnar frá árunum 1937 til 1938 eru frá dönskum landmælingamönnum. Einnig eru til myndir sem teknar voru á vegum Breta, Þjóðverja og Bandaríkjanna á tímum heimstyrjaldarinnar síðari. Frá árinu 1950 til ársins 2000 tóku Landmælingar Íslands myndir nánast árlega. Meirihluti myndanna er svarthvítur en þó er nokkuð til af litmyndum. Safnið er vel skráð í sérstakri loftmyndaskrá.Stór hluti loftmyndasafnsins er nú komið á stafrænt form. Stærstur hluti myndanna er í mælikvarðanum 1:36000. Einnig er töluvert um lágflugsmyndir sem eru í stærri mælikvarða. Skönnuðu myndirnar eru ekki í neinu staðsetningarkerfi og norður snýr ekki alltaf upp.

  • Categories  

    Þessi þekja sýnir stefnuskekkjur (Meridian Convergence) fyrir Lambert Conformal Conic kortavörpunina sem oftast er notuð fyrir ISN hnitakerfin, stundum kölluð ISNET vörpun. ISN93 EPSG:3057, ISN2004 EPSG:5325 og ISN2016 EPSG:8088. Stefnuskekkjan segir okkur hvernig norðurstefna á korti víkur frá raunverulegri norðurstefnu á sporvölu GRS80. Þetta veldur því að fyrirbæri virðast norðar en þau í raun og veru eru út frá lengdarási vörpunarinnar sem er 19°vestur í okkar tilfelli. Því lengra sem við fjarlægjumst ásinn þeim mun meir bjögun fáum við. Sem dæmi er norðurhnit Hraunhafnatanga um 270m hærra en norðurhnit Rifstanga í ISNET vörpun, en í raun er Rifstangi um 65m norðar þegar hnattstað hans er skoðuð í baughnitum á sporvölu GRS80. Hraunhafnatangi er um 7,4km austar en Rifstangi.

  • Categories  

    Þetta lag sýnir gömlu sýslurnar og er unnið úr IS 50V gögnum. Er byggt á korti frá LMÍ sem kom út árið 1990 (heitir: Hreppa- og sýsluskipting).