From 1 - 10 / 16
  • Categories  

    Áætluð lega kvikugangs sem myndaðist í stóru gagnainnskoti samfara mikilli jarðskjálftavirkni 10-11. nóvember 2023. Um er að ræða grófa staðsetningu gangsins neðanjarðar, skekkjur í láréttu plani geta verið nokkur hundruð metrar.

  • Categories  

    Gróf mörk sigdals sem myndaðist þegar mikið magn kviku myndaði innskot þann 10-11 nóvember 2023 samfara mikilli jarðskjálftavirkni. Sigdalurinn afmarkar sprungusvæði á yfirborði sem m.a. olli tjóni á byggingum og öðrum innviðum í Grindavík. Nýr sigdalur myndaðist 14. janúar austan við sigdalinn sem myndaðist þann 10. nóvember 2023.

  • Categories  

    Áætlað og gróft umfang kvikuinnskots undir Svartsengi byggt á líkanreikningum, en líkanið byggir á InSAR greiningum úr gervitunglamyndum og GNSS mælingum á yfirborði. Afmörkunin miðast við 6. nóvember 2023.

  • Categories  

    Afmörkun hættusvæða vegna eldsumbrota við Svartsengi og Grindavík sem hófust í nóvember 2023. Innan hvers svæðis er framkvæmt hættumat sem byggir á mati sérfræðinga Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands. Matið er er uppfært eins oft og þurfa þykir og tekur mið að virkni jarðhræringa hverju sinni. Einnig er bætt við svæðum ef bein áhrif eldsumbrota þykja líkleg til að ná út fyrir skilgreind svæði. Svokallað hættumatskort er gefið út af Veðurstofu Íslands í hvert skiptir sem hætta er endurmetin.

  • Categories  

    Árið 2020 kom út skýrslan Landslag á Íslandi – flokkun og kortlagning landslagsgerða á Íslandi, unnin af Eflu og Land Use Consultants í Skotlandi fyrir Skipulagsstofnun. Þar er sett fram landslagsgreining fyrir Ísland. Skilgreindir eru sjö yfirflokkar landslags og þar undir 27 landslagsgerðir. Allt landið er kortlagt með tilliti til þessara landslagsgerða. Þannig eru kortlögð alls 117 landslagssvæði. Hér má nálgast landupplýsingaþekjur yfir landslagsgerðir og landslagssvæði eins og þau eru skilgreind í skýrslunni.

  • Categories  

    Umsóknin um Þingvelli á heimsminjaskrá var lögð fram í febrúar 2003 og var hún samþykkt á fundi heimsminjanefndar UNESCO í júlí 2004. Þingvellir eru þjóðgarður sem var með lögum stofnaður árið 1930.

  • Categories  

    Stefna um skipulag haf- og strandsvæða er sett fram í landsskipulagsstefnu og nær til haf- og strandsvæða út að ytri mörkum efnahagslögsögunnar. Landsskipulagsstefna felur í sér stefnu ríkisins um skipulagsmál á haf- og strandsvæðum en þar er jafnframt tekin ákvörðun um á hvaða svæðum skuli vinna strandsvæðisskipulag og hafa forgang þau strandsvæði þar sem brýnt þykir að samþætta ólíka nýtingu og verndarsjónarmið. Viðfangsefni strandsvæðisskipulags geta varðað starfsemi á haf- og strandsvæðum, svo sem orkuvinnslu, eldi og ræktun nytjastofna, efnistöku, umferð og ferðaþjónustu. Hún fjallar einnig um vernd haf- og strandsvæða sem og náttúruvá og útivist. Strandsvæðisskipulag samanstendur af greinargerð og skipulagsuppdrætti. Í greinargerð eru sett fram stefna og skipulagsákvæði reita, annarsvegar eru sett fram almenn skipulagsákvæði sem gilda um alla reiti í viðkomandi nýtingarflokki og hins vegar sértæk skipulagsákvæði sem eru sett fram á einstökum reitum þar sem aðstæðum háttar þannig til. Í stafrænum skipulagsgögnum fyrir strandsvæðisskipulag er sett fram lýsing á reitnum, almenn ákvæði sem gilda um reitinn ásamt sértækum ákvæðum. Mælt er fyrir um gerð stefnu um skipulag haf- og strandsvæða í 7. og 9. grein laga um skipulag haf- og strandsvæða.

  • Categories  

    Gögnin sýna útlínur hrauns frá Heklugosunum árin 1947-1948, 1970, 1980-1981, 1991 og 2000 af uppréttum loftmyndum sem teknar voru eftir hvert eldgos. Nánari upplýsingar er að finna í grein Pedersen o.fl., 2018 (https://agupubs.onlinelibrary.wiley.com/doi/full/10.1002/2017GL076887) Tilvísun: Pedersen, G. B. M., Belart, J. M. C., Magnússon, E., Vilmundardóttir, O. K., Kizel, F., Sigurmundsson, F. S., et al. (2018). Hekla volcano, Iceland, in the 20th century: Lava volumes, production rates, and effusion rates. Geophysical Research Letters, 45, 1805–1813. https://doi.org/10.1002/2017GL076887 ---- The lava outlines from the eruptions of Hekla in 1947-1948, 1970, 1980-1981, 1991 and 2000, digitized from orthorrectified aerial photographs acquired after each eruption. Details of these data are available in Pedersen et al., 2018 (https://agupubs.onlinelibrary.wiley.com/doi/full/10.1002/2017GL076887) Reference: Pedersen, G. B. M., Belart, J. M. C., Magnússon, E., Vilmundardóttir, O. K., Kizel, F., Sigurmundsson, F. S., et al. (2018). Hekla volcano, Iceland, in the 20th century: Lava volumes, production rates, and effusion rates. Geophysical Research Letters, 45, 1805–1813. https://doi.org/10.1002/2017GL076887

  • Categories  

    Fitjaskráin sýnir það landsvæði sem Katla jarðvangur nær yfir. Katla jarðvangur nær yfir 9.542 km2 landsvæði, eða rúmlega 9% af flatarmáli Íslands, og afmarkast af landsvæðum Rangárþings eystra, Mýrdalshrepps og Skaftárhrepps. Jarðvangurinn nær frá Hvolsvelli í vestri að Skeiðarársandi í austri, en nyrsti hluti jarðvangsins teygir sig langt inn á Vatnajökul en langar strendur af svörtum sandi afmarka jarðvanginn í suðri. Þéttbýliskjarnar í Kötlu jarðvangi eru Hvolsvöllur, Vík í Mýrdal og Kirkjubæjarklaustur. Íbúafjöldi á svæðinu er um 3.400 manns.

  • Categories  

    IS: Myndkort af atburðum sem hafa átt sér stað á Reykjanesi frá árinu 2021 hafa orðið til í samstarfi Náttúrfræðistofnunar Íslands, Landmælinga Íslands, Veðurstofu Íslands, Jarðvísindastofnunar og Almannavarnir, sem hluti af viðbragðsáætlunum, hættumati og rannsóknum. Í öllum atburðum voru teknar loftmyndir og hæðarlíkön útbúin ásamt myndkortum. Myndkortin eru aðgengileg í gegnum WMS þjónustu og á Umbrotasjá (https://kortasja.lmi.is/mapview/?application=umbrotasja). Gögnin eru uppfærð jafnt og þétt, eða þegar nýjar upplýsingar berast á meðan á gosinu stendur. Athugið að vísa í öll gögn sem eru notuð; „i“ táknið við hlið hvers gagnasafns í kortasjánni vísar í rétta tilvitnun fyrir hvert gagnasett. Um er að ræða nokkur gagnasett og því þarf að hafa í huga að vísa í öll gagnasett. EN: Orthomosaics of the events occurring on the Reykjanes peninsula, SW Iceland, beginning in 2021 have been created in a collaborative effort between the National Land Survey of Iceland (Landmælingar Íslands), the Icelandic Institute of Natural History (Náttúrufræðistofnun Íslands), the University of Iceland (Háskóli Íslands), and the Icelandic Meterological Office (Veðurstofa Íslands) as part of the response plans, hazard assessments and research. Upon each event, aerial photographs were collected and Digital Elevation Models (DEMs) and orthomosaics were produced of these events. The orthomosaics are available via WMS and in the Volcano Viewer webpage (https://kortasja.lmi.is/mapview/?application=umbrotasja). The data was created and distributed typically less than one day after data collection. The data is updated on weekly to monthly basis, or when new information is received during the eruption. All data used in publications should be cited correctly; the “i” symbol next to each dataset in the data viewer links to the correct citation for each dataset. Because this is an ongoing collaboration with multiple publications, be aware that the citation is different between datasets.