From 1 - 10 / 32
  • Categories  

    Árið 2021 gerðu Loftmyndir ehf. og Landmælingar Íslands samning til eins árs, um aðgang að myndþekju Loftmynda ehf. fyrir allar A-hluta ríkisstofnanir. Þegar samningurinn rann út var hann framlengdur og tók umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisið við hlutverki Landmælinga Íslands sem samningsaðili. Með samningnum veita Loftmyndir leyfishafa aðgang að og rétt til að nota myndkortaþekju félagsins, þ.e. af þeim hluta Ísland og nærliggjandi eyja sem til er í gagnagrunni félagsins við undirritun samningsins og þeirra viðbóta sem verða til í gagnagrunni félagsins á samningstíma, en það eru: a. Myndkort með 0.1 m. myndeiningum af lágflugssvæðum. b: Myndkort með 0.25 m. myndeiningum af miðflugssvæðum. Samningurinn tekur við af öðrum samningum sem eftir atvikum kunna að vera í gildi við einstaka A-hluta stofnanir ríkisins, hvað varðar aðgang að myndkortum félagsins. Ef einstaka A hluta stofnanir ríkisins eru með samning um annars konar þjónustu frá félaginu heldur sá samningur gildi sínu nema viðkomandi stofnun og félagið semji um annað.

  • Categories  

    Til að varna útbreiðslu helstu smitsjúkdóma í sauðfé og nautgripum, einkum riðu og garnaveiki, er landinu skipt í sérstök varnarhólf. Flutningar sauðfjár, nautgripa og landbúnaðartækja milli varnarhólfa er óheimill eða sætir takmörkunum.

  • Categories  

    Til að tryggja velferð dýra og dýraeigendum í dreifðum byggðum reglubundna dýralæknaþjónustu svo og bráðaþjónustu gerir hið opinbera þjónustusamningar við dýralækna á viðkomandi svæðum. Þetta eru svæði með tiltölulega fá dýr og þar sem ekki er talið líklegt að dýralæknir hafi næg verkefni til að‘ geta sett upp starfstöð og framfleytt sér alfarið með sölu á dýralæknaþjónustu. Þessi svæði eru: Vaktsvæði 1: Garðabær, Hafnarfjarðarkaupstaður, Kjósarhreppur, Kópavogsbær, Mosfellsbær, Reykjavíkur­borg, Seltjarnarnesbær, Grindavíkurbær, Reykjanesbær, Sandgerðisbær, Suðurnesjabær og Sveitarfélagið Voga. Vaktsvæði 2: Akraneskaupstaður, Borgarbyggð, Hvalfjarðarsveit og Skorradalshreppur. Vaktsvæði 3: Eyja- og Miklaholtshreppur, Grundarfjarðarbær, Helgafellssveit, Snæfellsbær og Stykkishólmsbær. Vaktsvæði 4: Dalabyggð, Reykhólahreppur, Strandabyggð, Árneshreppur, Kaldrananeshreppur og fyrrum Bæjar­hreppur. Vaktsvæði 5: Vesturbyggð, Tálknafjarðarhreppur, Ísafjarðarbær, Bolungarvíkurkaupstaður og Súðavíkur­hreppur. Vaktsvæði 6: Húnaþing vestra (nema fyrrum Bæjarhreppur), Húnavatnshreppur, Blönduósbær, Skagabyggð og Sveitarfélagið Skagaströnd. Vaktsvæði 7: Akrahreppur og Sveitarfélagið Skagafjörður. Vaktsvæði 8: Akureyrarbær, Dalvíkurbyggð, Eyjafjarðarsveit, Fjallabyggð, Grýtubakkahreppur, Hörgársveit og Svalbarðsstrandarhreppur. Vaktsvæði 9: Langanesbyggð, Norðurþing, Skútustaðahreppur, Svalbarðshreppur, Tjörnes­hreppur og Þingeyjarsveit. Vaktsvæði 10: Fjarða­byggð, Fljótsdalshreppur, Múlaþing (norður af Djúpa­vogi) og Vopna­fjarðarhreppur. Vaktsvæði 11: Sveitarfélagið Hornafjörður og Múlaþing (Djúpivogur og suður af honum). Vaktsvæði 12: Mýrdalshreppur og Skaftárhreppur. Vaktsvæði 13: Ásahreppur, Bláskógabyggð, Flóahreppur, Grímsnes- og Grafningshreppur, Hrunamanna­hreppur, Hveragerðisbær, Rangárþing eystra, Rangárþing ytra, Skeiða- og Gnúpverja­hreppur, Sveitarfélagið Árborg, Sveitarfélagið Ölfus og Vestmannaeyjabær.

  • Categories  

    Algengast er að sjúkdómar í dýrum (og raunar mönnum líka) orsakist af smitum dýra á milli, eða berist í dýrin úr umhverfinu með einhverjum hætti. Sjúkdómar geta borist úr mönnum í dýr (og öfugt) og nefnast þá súnur. Meðal kunnari dýrasjúkdómum eru riða, miltisbrandur, garnaveiki o.fl.. Sökum landfræðilegrar einangrunar hafa ýmsir dýrasjúkdómar ekki borist til landsins. Íslenskir dýrastofnar eru því óvarðir fyrir þessum sjúkdómum þar sem bólusetning fyrir þeim tíðkast ekki. Af þessum sökum eru strangar reglur sem gilda um innflutning dýra og eru þær óheimilar nema sérstakt leyfi sé veitt til þess, auk þess sem lífríki landsins er viðkvæmt. ´ https://www.mast.is/static/files/listar/listiriduveiki2001-2021.pdf https://www.mast.is/static/files/listar/listigarnaveiki2011-2021.pdf

  • Categories  

    Fóðurfyrirtæki er fyrirtæki eða einstaklingur sem starfar við framleiðslu, vinnslu, geymslu, flutning eða dreifingu fóðurs þ.m.t. framleiðsla, vinnsla eða geymsla framleiðanda á slíkum vörum til notkunar á eigin bújörð, hvort sem fyrirtækið er rekið í ágóðaskyni eður ei og hvort sem það er einkarekið eða opinbert fyrirtæki. Fóðurframleiðendur sem framleiða fóður til notkunar á eigin bújörðum eru ekki á þessum lista.

  • Categories  

    Matvælafyrirtæki sem vinna matvæli úr dýraafurðum, fiskvinnslur, frystiskip og vinnsluskip, kjötvinnslur og mjólkurvinnslur eru með leyfi frá Matvælastofnun, eru á listum yfir samþykktar starfstöðvar og undir eftirliti stofnunarinnar ( sviðs neytendaverndar og fiskeldis) Aðilar sem stunda fiskveiðar og dreifa sjávarafurðum, að undanskildum smásölum, eru einnig undir eftirliti Matvælastofnunar.

  • Categories  

    Landinu er skipt í fimm umdæmi. Í hverju umdæmi er umdæmisstofa MAST þar sem héraðsdýralæknir sinnir opinberu eftirliti með heilbrigði og velferð dýra og framleiðslu búfjárafurða á svæðinu. Í sínu umdæmi hafa héraðsdýralæknar eftirlit með sláturdýrum, sláturafurðum og afurðastöðvum, ásamt eftirliti með heilbrigði, hirðingu, aðbúnaði og aðstöðu nautgripa á búum þar sem framleidd er mjólk til sölu. Héraðsdýralæknar sinna framkvæmd sóttvarnaaðgerða og fylgjast með viðhaldi varnargirðinga í umdæminu. Þeir hafa eftirlit með búfé og öðrum dýrum eftir því sem lög ákveða. Einnig halda þeir skrá yfir alla eftirlitsskylda aðila í sínu umdæmi og sinna eftirliti með þeim samkvæmt sérstakri eftirlitsáætlun, sem er endurskoðuð um hver áramót. Héraðsdýralæknar vinna einnig önnur störf sem MAST felur þeim á hverjum tíma Umdæmin eru: Suðvesturumdæmi: Akraneskaupstaður, Borgarbyggð, Eyja- og Miklaholtshreppur, Garðabær, Grindavíkurbær, Grundarfjarðarbær, Hafnarfjarðarkaupstaður, Helgafellssveit, Hvalfjarðarsveit, Kjósarhreppur, Kópavogsbær , Mosfellsbær, Reykjanesbær, Reykjavíkurborg, Seltjarnarnesbær, Skorradalshreppur, Snæfellsbær, Stykkishólmsbær, Suðurnesjabær og Sveitarfélagið Vogar. Norðvesturumdæmi: Akrahreppur, Árneshreppur, Blönduósbær, Bolungarvíkurkaupstaður, Dalabyggð, Húnavatnshreppur, Húnaþing vestra, Ísafjarðarbær, Kaldrananeshreppur, Reykhólahreppur, Skagabyggð, Strandabyggð, Súðavíkurhreppur, Sveitarfélagið Skagafjörður, Sveitarfélagið Skagaströnd, Tálknafjarðarhreppur og Vesturbyggð. Norðausturumdæmi: Akureyrarbær, Dalvíkurbyggð, Eyjafjarðarsveit, Fjallabyggð, Grýtubakkahreppur, Hörgársveit, Langanesbyggð, Norðurþing, Skútustaðarhreppur, Svalbarðshreppur, Svalbarðsstrandarhreppur, Tjörneshreppur og Þingeyjasveit. Austurumdæmi: Borgarfjarðarhreppur, Djúpavogshreppur, Fjarðabyggð, Fljótsdalshérað, Fljótsdalshreppur, Seyðisfjarðarkaupstaður, Sveitarfélagið Hornafjörður og Vopnafjarðarhreppur. Suðurumdæmi: Ásahreppur, Bláskógabyggð, Flóahreppur, Grímsnes og Grafningshreppur, Hrunamannahreppur, Hveragerðisbær, Mýrdalshreppur, Rangárþing eystra, Rangárþing ytra, Skaftárhreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Sveitarfélagið Árborg, Sveitarfélagið Ölfus og Vestmannaeyjabær.

  • Categories  

    Einfalt bakgrunnskort fyrir Landupplýsingagátt. Um er að ræða strandlínu og helstu jökla. Hægt er að ná í gögnin í Geoserver Landmælinga Íslands.

  • Categories  

    Nú hafa Landmælingar Íslands útbúið vefkort með því að staðsetja og klippa saman hin svokölluðu Herforingjaráðskort. Eftirfarandi lýsing á Herforingjaráðskortum er tekin af vef Landsbókasafns: Á síðasta áratug 19. aldar varð dönskum yfirvöldum ljóst að þau kort sem til voru af Íslandi stæðust ekki þær kröfur sem gera þyrfti í samfélagi þess tíma. Bestu kort af Íslandi sem buðust voru í stórum dráttum byggð á strandmælingum danska sjóhersins sem fram fóru á árunum 1801-1818 annars vegar og hins vegar á kortum Björns Gunnlaugssonar sem byggð voru á fyrrnefndum strandmælingum og eigin mælingum Björns á árunum 1831-1843. Á fjárlögum 1899 voru veittar 5000 krónur og skyldi hefja nýjar þríhyrninga- og strandmælingar á Reykjanesi. Árið 1900 var gefin út í Danmörku tilskipun um að sendur skyldi leiðangur til Íslands til að mæla hér grunnlínu og hnattstöðu. Síðan var ætlunin að mæla þríhyrninganet út frá nýju grunnlínunni. Hingað voru sendir danskir liðsforingjar og sumarið 1900 var unnin ýmis undirbúningsvinna. Árið 1902 höfðu fjárveitingar verið auknar svo að rétt þótti að hefjast handa. Byrjað var á Hornafirði og mælt vestur ströndina og um lágsveitir Suðurlands en uppsveitum og hálendi frestað. Verkinu var svo haldið áfram tvö næstu árin en féll niður 1905 vegna fjárskorts og annarra anna hjá Landmælingadeild danska herforingjaráðsins (Generalstabens topografiske Afdeling) er tókst verkið á hendur. Eftir eins árs bið var þráðurinn tekinn upp að nýju enda bættist nú við fjárstyrkur úr ríkissjóði Dana. Á árunum 1906-1914 var unnið öll sumur, nema 1909, þegar ekkert var aðhafst. Var þá lokið byggðamælingum sunnanlands og mælt um Vesturland, norður og austur um Húnaflóa. Árangurinn var 117 kortblöð af þriðjungi landsins, suður- og vesturhluta, í mælikvarða 1:50.000 (auk nokkurra sérkorta af afmörkuðum svæðum). Þau eru gjarnan nefnd herforingjaráðskortin í höfuðið á þeim sem stóðu fyrir gerð þeirra.

  • Categories  

    Fiskmerkingar hafa verið stundaðar í sjó, ám og vötnum um árabil. Upplýsingar sem fást með merktum fiski nýtast meðal annars við rannsóknir á útbreiðslu, fari og dánartíðni. Einnig eru fiskmerkingar notaðar við vöktun og til að fylgjast með með hópum eða stofnum fiska um lengri eða skemmri tíma.