5000
Type of resources
Available actions
Topics
Keywords
Contact for the resource
Provided by
Years
Formats
Scale
-
Gögnin innhalda staðsetningu veðurstöðva sem eru í eigu Vegagerðarinnar og staðsettar eru við þjóðvegi en einnig veðurstöðvar í eigu Veðurstofunnar og annarra.
-
Útlínur hnitaðar af AMS kortum bandaríska hersins sem byggja á loftmyndum frá árunum 1945 og 1946. Útlínurnar hafa verið uppfærðar á nokkrum stöðum með skönnuðum, uppréttum loftmyndum úr safni Landmælinga Íslands.
-
Útlínur dregnar eftir Landsat 1 gervihnattamyndum frá 1973 og tiltækum uppréttum loftmyndum úr safni Landmælinga Íslands frá áttunda áratug 20. aldar. Útlínur nokkurra jökla voru dregnar eftir Hexagon KH9 gervihnattamyndum.
-
Útlínur byggðar á kortlagningu á jökulgarða og annarra landforma sem jöklar skilja eftir. Einnig er byggt á rituðum heimildum, frásögnum heimamanna og ferðafólks, ljósmyndum og öðrum tiltækum gögnum. Um er að ræða niðurstöður margra rannsóknarhópa. Flestir jöklar náðu hámarksútbreiðslu í kringum 1890, en meðal undantekninga frá því er Drangajökull sem náði mestri útbreiðslu um miðja 19. öld.
-
Í gögnunum er að finna upplýsingar um staðsetningu og umfang friðlýstra minjasvæða á Íslandi sem Minjastofnun Íslands hefur friðlýst í samræmi við lög nr. 80/2012 um menningarminjar.
-
Íslenska: Vetrarfuglatalningar eru ein lengsta samfellda vöktun sem stunduð hefur verið hér á landi og sú sem tekur til flestra fuglategunda. Frá upphafi hafa áhugamenn unnið þetta verk í sjálfboðavinnu og á annað hundrað manns taka þátt. Talningar fara fram á föstum dögum í kringum áramót. Markmið vetrarfuglatalninga er að safna upplýsingum um fjölda og dreifingu fugla að vetrarlagi. Talningar eru staðlaðar og nýtast til vöktunar einstakra stofna. Gögnin sýna þau svæði á Íslandi þar sem fuglar eru taldir á veturna og númersvæðanna sem eru talin. Sjá niðurstöður vetrarfuglatalninga: https://www.natt.is/is/vetrarfuglatalningar-nidurstodur English: Winter bird counts are one of the longest-running continuous monitoring efforts in Iceland and the one that covers the greatest number of bird species. From the beginning, this work has been carried out by volunteers, with around a hundred people participating. The counts take place on fixed dates around the New Year. The aim of the winter bird counts is to collect information on the number and distribution of birds during the winter. The counts are standardized and are used to monitor individual populations. The data show the areas in Iceland where birds are counted during the winter, as well as the numbered survey areas included in the counts.
-
Í gögnunum er að finna upplýsingar um staðsetningu og umfang verndarsvæða í byggð sem ráðherra hefur staðfest í samræmi við lög nr. 87/2015 um verndarsvæði í byggð. Markmið laganna er að stuðla að varpveislu og vernd byggðar sem hefur sögulegt gildi.
-
Þjónustan sýnir rýmingarreiti á þéttbýlisstöðum landsins þar sem talin er snjóflóðahætta. Reitaskiptinguna hefur Veðurstofan gert í samráði við heimamenn, og birt á sérstökum kortum og byggja rýmingaráætlanir staðanna á þessari reitaskiptingu. Samkvæmt lögum um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum (49/1997) ber Veðurstofu Íslands að gefa út viðvaranir um staðbundna snjóflóðahættu. Skal þá rýma húsnæði á reitum sem tilgreindir eru í viðvörun Veðurstofunnar.
-
Staðsetning íslenskra jökla ásamt nafni og GLIMS auðkenni.
-
Vefþjónustan sýnir útlínur og aðrar upplýsingar um helstu snjóflóð sem að starfsmenn Veðurstofunnar hafa kortlagt. Útlínur eru ýmist mældar með GPS, hnitaðar út frá ljósmyndum og/eða lýsingum. Nákvæmni gagnanna er birt með mismunandi táknum. Upplýsingar um útbreiðslu nýtast við gerð snjóflóðaannála og aðgerða til varnar snjóflóðum hvort sem um er að ræða rýmingar eða gerð varnarvirkja. Gagnasafnið nýtist einnig við keyrslu snjóflóðalíkana og við gerð hættumats. Gagnasafnið var síðast uppfært í janúar 2023.
Arctic SDI catalogue